dagbók 2003 nám og kennsla á netinu  
Dorte
Helga

Bolette Höeg Koch


Heim Eldra efni Vefurinn minn

18.4.03 :::
 
Gleðilega páska, svona á föstudaginn langa. Ég var svo heppin að ég fékk skrifara í afmælisgjöf og ætla nú aldeilis að vera dugleg að taka backups á öllu sem ég geri. Annars er ég ekkert að vinna í verkefnunum. Ég eyði mestum tíma í að leysa danskar krossgátur með mömmu, það finnst mér ákaflega skemmtilegt. Ef það væri ekki fyrir ykkur þá væri ég farin að skrifa bloggið á dönsku, það er mun fyrirhafnar minna.

::: posted by bolette at 14:14


14.4.03 :::
 
Í dag er góður dagur, ég á afmæli í dag og ég er á leiðinni út að Keflavík að sækja mömmu mína. Hún ætlar að vera hjá okkur um páskana. Okkur semur mjög vel. Þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að fá hana. Ég er búin að kaupa efni í Sushi sem við ætlum að prófa að elda saman. Hún Helga dóttir mín vann unglingaflokkinn á punktamóti í gær. En með samanlagðan punktafjölda yfir veturinn varð hún í öðru sæti. Hún er búin að vera dugleg að þjálfa merina í allan vetur, ég er stolt af henni.

::: posted by bolette at 02:32


 
Jæja þá er þessi vinnulota búin og maður situr eftir með þrjú óunnin verkefni. Ég ætlaði nú eiginlega ekki að nota páskafríið til náms en það lítur út fyrir að ég verða breyta þeirri áætlun. Ég þakka ykkur fyrir síðast, mér fannst ákaflega notalegt að hitta ykkur í partýinu hjá Kristínu. Það er gott að hittast svona þegar við vinnum svona í sitt hvoru horninu dags daglega.

::: posted by bolette at 02:29




Powered by Blogger