dagbók 2003 nám og kennsla á netinu  
Dorte
Helga

Bolette Höeg Koch


Heim Eldra efni Vefurinn minn

24.4.03 :::
 
Ég er nokkuð ánægð með mig í dag. Ég er búin að koma kennsluvefnum mínum inn á netið. Það er notalegt að fá þennan aukafrídag. Mamma er ennþá hjá mér. Hún er á þessari stundu að sauma nýja hanka á eldhúshandklæðin, það er ekki amalegt að hafa svoleiðis aðstoð. Ég er ennþá að velta fyrir mér lokaverkefninu og er ekki alveg búin að ákveða mig ennþá. Þannig að hjá mér eru engin tæknileg vandamál, enn sem komið er, þar sem ég er ekki byrjuð.

::: posted by bolette at 04:23


23.4.03 :::
 
Er að leggja síðustu hönd á fræðsluvef um hjartað. Ég hef verið að fylgjas með umræðunni hjá ykkur hinum hvernig á að kenna tölvunotkun. Mér finnst erfitt að nota forrit sem ég kann svo lítið á og sem ég hef fengið svo litla beina kennslu á. Ég hlýt að þurfa að taka mið af minni eigin reynslu og taka undir það með sumum af ykkur að það þarf að kenna beint á forritin.

::: posted by bolette at 12:15


20.4.03 :::
 
Eftir að hafa búið til morgunmat með eggjum, sem við málum á áður en þau eru borðuð er ég nú að fá létta magapínu yfir að gera ekki neitt í verkefnunum. Ég skoðaði hjá nokkrum og fékk ennþá meiri magapínu. Mikið eruð þið búin að vera dugleg. Ég held að ég reyni að gera eitt verkefni í dag. Það er undarlegt hvað það venst vel að gera lítið og bara vera í fríi.

::: posted by bolette at 05:03




Powered by Blogger