dagbók 2003 nám og kennsla á netinu  
Dorte
Helga

Bolette Höeg Koch


Heim Eldra efni Vefurinn minn

2.5.03 :::
 
Þetta er búinn að vera æðislegur dagur. Hér skín sólin og hitinn fór upp í 29 stig. Við sigldum niður Dóná. Það var ævintýri líkast. Stelpurnar eru hæst ánægðar og njóta góða veðursins. Mér er sagt að það sé bara frost á ykkur....

::: posted by bolette at 12:50


1.5.03 :::
 
Jæja, í dag er brottfarardagurinn. Ég er að fara til Búdapest með yngri dætrum mínum tveimur. Þær eru að syngja í Kór Flúðaskóla. Kórinn æltar sem sé að leggja leið sína til Ungverjalands. Stjórnandi kórsins heitir Edit og er frá Ungverjalandi. Maðurinn hennar, Miklos, leikur undir á píanó hjá kórnum. Hann er líka ungverskur. Við erum búin að hlakka mikið til þessarar ferðar. Okkur er sagt að það sé þrjátíu stiga hiti þarna úti þannig að ég bið bara heilsa ykkur og frostinu!!

::: posted by bolette at 03:07


28.4.03 :::
 
Það var mikið að gera í skólanum hjá mér í dag. Á morgun þarf ég að hjálpa til við að undirbúa fimmtugsafmæli. Ég ætla samt ekki að sleppa vatnsleikfiminni. Börnin mín og maðurinn sjást ekki þessa dagana fyrir söngæfingum. Ég fer með yngri stelpurnar tvær til Búdapest á fimmtudaginn. Við förum með Skólakór Flúðaskóla. Þannig að ég verð að hugsa stíft um lokaverkefnið í sólinni.

::: posted by bolette at 13:22


27.4.03 :::
 
Ég er búin að sitja við nokkuð lengi í dag. Ég er búin að dinta að ýmsu á mörgum síðum. Ég hafði betri tíma í dag, mamma fór í gær. Ég er búin að vera að hugsa um síðustu staðbundnu lotuna. Ég hefði viljað fá viðbótarkennslu í Dreamweaver fyrr á námsskeiðinu. Mér finnst svolítil auka vinna að vera að breyta allri heimasíðunni núna samkvæmt því sem við lærðum.

Mig langar að sína ykkur myndir af því þegar við vorum að búa til Sushi. Það var skemmtilegt að prófa og borðað af miklum krafti.

::: posted by bolette at 09:19




Powered by Blogger