dagbók 2003 nám og kennsla á netinu  
Dorte
Helga

Bolette Höeg Koch


Heim Eldra efni Vefurinn minn

10.5.03 :::
 
Ég er búin að vera rosalega dugleg í gær og í dag. Ég er bara komin nokkuð langt og vonast til að geta klárað það á morgun. Myndirnar eru mér áhyggjuefni, ég þarf að reyna að fá leyfi til þess að birta myndir af eldfjöllum. Annars hefur dagurinn liðið með því að fara í sextugs afmæli, mjög vel heppnað og skemmtilegt.

::: posted by bolette at 14:19


7.5.03 :::
 
Ég hef þeim lausu tímum sem ég hef haft í dag í að sanka að mér efni. Ég ætla að vinna með jarðfræðina og byggja þetta allt upp fyrir sjöunda bekk. Hugmyndin er að verða nokkuð skýr innan í hausnum á mér. Mig vantar bara að vinna úr henni og koma henni á blað....eða þannig. Ég ætla að fara á tónleika í kvöld. Kórinn sem maðurinn minn syngur í er að halda óperutónleika.

::: posted by bolette at 11:31


6.5.03 :::
 
Það er ótrúlegt hvað það venst vel að vera í fríi. Mér fannst nokkuð erfitt að byrja í morgun.
Ég er að leita að efni og er komin með hugmynd um hvernig þetta allt saman á að vera. Ég ætla mér að vinna vel um helgina og hella mér út í þetta. Vona að ykkur gangi vel og þið hafið það gott.

::: posted by bolette at 14:35


5.5.03 :::
 
Jæja nú er ég komin heim aftur. Eins og þið sjáið gat ég sent smá skilaboð fyrsta daginn sem ég var í burtu. Þetta eru búinir að vera frábærir dagar, veðrið lék við okkur allan tímann. Við sáum fullt af fallegum gömlum byggingum, fórum í óperuna, dýragarð og cirkus. Ekki má gleyma góða matnum og bjórnum. Það er ómetanlegt að fara með heimfólk um svona stórborgir. Eyddi tímanum í flugvélinni í að undirbúa mig. Ég ætla að taka jarðfræði og nýta mér power points fyrirlesturinn minn.

::: posted by bolette at 11:45




Powered by Blogger