dagbók 2003 nám og kennsla á netinu  
Dorte
Helga

Bolette Höeg Koch


Heim Eldra efni Vefurinn minn

17.5.03 :::
 
Jæja, nú er þetta allt að verða búið hjá okkur. Ég ætla að setja verkefnið mitt út á vefinn í dag þó að mér finnist ég alltaf geta bætt við. Þetta er búið að vera skemmtilegt en mjög vinnusamt. Það er náttúrulega ekkert skynsamlegt að fara til útlanda í miðri smíð á lokaverkefni!! Allar mest langar mig út í garð að vinna í þessu góða veðri, en tölvan bíður ekki upp á slíkt. Hún Helga mín var að taka fjórða stig á píanó það gekk mjög vel og hún fékk verðlaun fyrir ástundun og framfarir. Ég er bara nokkuð montin af henni. Krakkarnir eru allir í því að lesa undir próf. Ég þarf öðru hverju að líta á þetta með þeim. Ég vona að ég sjái sem flest af ykkur á næsta námskeiði.

::: posted by bolette at 03:06


13.5.03 :::
 
Það gengur nú ekki eins vel hjá mér að klára verkefnið eins og ég bjóst við. Mér finnst allan tímann ég þurfa að breyta einhverju og lagfæra. Ég var mjög heppin að fá hjálp hjá Önnu Magneu, það var gaman að búa til krossgátur. Helga mín spilar upp á kraft á bak við mig hún tekur fjórða stig á morgun.

::: posted by bolette at 10:22




Powered by Blogger